- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
8

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Það er enginn þó fyrir borð að lirinda
Þjóðskálds farmi byrðing þínum á,

Þó þér yrði í búlka þinn aö binda

— Betur grafinn — þinnar aldar ná.

Þú hefir hallað þér að hverju goði,

— Því fór dísin stundum frá þér slypp —
Seilst til fisksins, eftir rífð á roði,

Reynt í mærð að gylla afturkipp.

Vel eg ann þér róms af þjóðfrægð þinni!

— Þó þér kannske virðist eg ei dæli.

Ekki í þykkju að þreifa eftir minni! —
Þökk fyrir söng og glauminn—Vertu sæii!

1912

Jarlinn frá Upplöndum.

Forðum neyddi Eysteinn illi
Upp á Þrændi raumskum jarli,

Þó þeir velja mættu milli
Manngildanna — næstu karli —
Handa þeim ’ann hafði í boði
Hundinn sinn og versta krakkann.
Þrændum fanst það fæstur voði
Frelsi sínu, að kjósa rakkann.

Þó er ennþá ekki fundin
Efa-spurnar svara-vonin:

Hví þeir skyldu hirða hundinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free