- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
9

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Harðleiknir við konungs-soninn —
En, ef þú vilt áfram njóta
Aðals-valds og flokkshag þóknast,
Þarna er leið til þess að brjóta
Þjóðræðið, sem meina-flóknast:

Þyrptu kringum þingvald landsins
Þá sem flestum umboðs-hrókum!
Réttar kröfur múga-mannsins
Mjatlast upp í laga-krókum —
Jarlinn bjó að lofi og launum,
Lotning sveiptur, dýrðar-glæstur.
Væri ’ann seppi, að sjón og raunum.
Setu-st.óllinn var þó hæstur.

Kynni hann úr kynferðinu
Kippi fá, sem lét að vonum,
Upplenzkan í uppeldinu
Eysteins-kóngleg, stóð af honum —
Þrauta-lengi Þrændir vóru
Þriðjungs-ræni í hann að seiða,
Urðu þó, í þessa glóru,

Þriggja manna viti að eyða.

Tvisvar yfir einu geyja

Orði varð hann, tigni snatinn —

Það er lagið! þér að segja:

Þarna er fyrsti “Diplómatinn” —
Þrændum var til þótta-baga
Það, að ekki krýna má hann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free