- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
11

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Né gengið um hátíð, í húminu seint,
í hendur á erlendum tröllum.

Hvern dag gekk ’ann hugsandi hitt:

Á liverju hann efnt gæti afrekið sitt,

Og aldrei að missa það færi,

Sem mannskap hans viðgangur væri.

Og oft heyrði ’ann ryfjað upp afgamalt ljóð,
Um atför við ránsmenn frá sænum.

Og vallgróinn torfhóll í túnfæti stóð
Sem tákn þess, á uppeldis-bænum,

Á þykt hans og ummerkjum þóttust menn sjá,
Að þar hvolfdi víkinga skúta.

Að alt var ei kyrt, sem þar innan borðs lá,
Mörg ofsjónin helzt þótti að lúta.

— í dys það í draumi hann gekk.

Og tvísett var inni og tylft á hvorn bekk.

Hann tylti sér óæðra-megin —

Sá yzti varð félaga feginn.

Því hagsýnt var Þorsteini um hæversku þá,

Við hnútukast mis-skiftra sveina:

Að fylla þann hópinn, sem hallaði á,

Ef harðfylgi á var að reyna.

— Nú stóð upp sá ypparsti á öndvegisbekk,
Kvað eindaga á húsleigu gjöldum,

Og greiddust þau ekki, þeir kæmust í klekk
Hjá krúnunnar herskapar völdum.

Og hornrekum væri það hátt,

Að geta í skjóli slíks öndvegis átt
Sér óhulta fótastóls-skák —

Og hússtjórnin hér væri ei kák.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free