- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
13

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í uppnámi varð þessi haugur.

Og einn dró upp herskip — en óbygt var það!
Hver uppgerð varð týgjaður draugur.

Svo æsilegt óláta-stríð
í umróti gekk þar — sem gerninga-hríð,
í gamals manns vertíðar-sögum —

Með ryðbrendra langspjóta lögum.

Ef Þorsteinn greip til þeirra, lá þetta lið,

Sem loft-fúlgur væri ’ann að spanna.

Því draugar og hamhleypur haldast ei við
í handföngum lifandi manna.

Og dreift gat hann öllum þeim reimleika-reyk
Af riddara vofunum dauðum.

Hann vaknaði svo af þeim svefnóra-leik
Hjá sviplausum haugum og auðum.

— En dagsönn var draum-raunin hans.

Því lifandi æskublóð uppvaxtar-manns
Er einfært mót stórtylft af draugum
í fúnaðra herskipa haugum.

1910

íslenzk þjóðsaga.

VlVkvæ’SI:

“Mér er um og ó!

Eg á sjö börn í sjó og sjö börn á landi.”

Sæunn hafkona.

I.

“Svo oft hef’ eg leitað hans aftur og fram
Á einferli, síðkveld og morgna —

Stephan G. Stephansson: Andvökur 2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0017.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free