- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
14

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hér fann eg að síðstu minn sundfæra-ham,

En svo kemur útþráin forna.”

“Þó er mér um og ó!

— Af ást minni stendur mér vandi —

Nú á eg sjö börn í sjó,

Og sjö börn á landi.”

II.

“Við syntum til lands, yfir sólroðans veg,

Við sæfólk, til hátíða-gleði.

Með bóndanum mínum og börnin mín, eg
Flaut bylgjurnar léttustu geði.”

“Við stigum á land, þar sem lognið var bjart,
Og leiddumst í dans upp frá sænum.

En vormáninn hangandi hörpurnar snart,
f hafnið og laufskóga-blænum.”

“Við afklæddumst sundham til land-ferðalags,
Þar laun-skútti bergmúrinn forni.

Við hengdum þá upp, eins og álög til taks,

Er útsogið gripi oss að morgni.”

“En þegar að sól undir hafsbrúnir hófst,

Og heimfýsin dró út á sundin,

Þá hímdi eg eftir með harmþrungið brjóst,

Því hamurinn minn varð ei fundinn.”

“En svo lét eg huggast við börn mín og bæ,
Við bóndann og ástúð á landi —

Nú heilla mig þráandi hjörtu út’ á sæ,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free