- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
17

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kirkju-sætin.

— Sögn um Víga-Styr. —

Þó hann keypti kirkju-sætin,
Klerkar báðust engra gjafa —
Jafn-mörg átti á himni að hafa
Hann og frjálst að nota strætin.
Sjálfráður þeim sæti bjóða,

Sem hann vildi himin-góða,

Þar að eilífs unaðs jólum
Óðals-drotna, á þessum stólum.
Þetta lætur nándum nærri —
Nema þau hafi orðið færri!

1912

Svipdags saga.

I.

Hann tók sig upp heiman, með tólf menn í fylgd
Hann Svipdagur konungur Svía,

Að Goðheimum leita urn langræði bylgd —

Öll lönd vóru könnuð, öll höf vóru sigld,

Frá kveikingu morguns til kveldroða-skýja.

Þeir hvíldu sig aldrei, í fimm ára ferð
Um Miðgarð frá enda til enda.

Og innundir regnbogann gata var gerð,

Upp gnæfandi tinda við sjöstirnin kerfð,

Þar norðljósa-blikurnar blysunum henda.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free