- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
18

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þeir samfarar komu þó svo búnir heim,

Né gátu þeir Goðheima fundið —

Hann Svipdagur undi ei úrslitum þeim,
í aðra ferð bjóst hann um náttstjarna-geim,

Og hugðist að kappsigla kveldmána-sundið.

í þrönglendu ríki hans steindrangur stóð,

— Sem hestasteinn gróinn í hlaði —

Við alfara-braut fyrir útfara-þjóð.

Þeir Alsæll og Vesæll sér tróðu þá slóð —

Þar hinkraði förin, sem hik sé að vaði.

Þá opnuðust snögglega óvæntar dyr,

1 þilið á blágrýtis-bergi,

Og út kom þar dauðinn, sem aldregi fyr
Til annars sig hafði en að þegja sig kyr —

Hann skreiddist fram, dulklæddur skuggsjá af

dvergi.

Hann mælti til konungsins: “Marki er náð!
Kom, gakk þú í Goðheim hér inni!”

Hann Svipdagur hlýddi, og hafði það ráð,

Og hvarf undir steininn, þess varð ekki gáð —
í átthögum létti hann leitinni sinni.

II.

En hafi þér gefist að gleymast frá þér
1 verki, eða vel gerðri bögu,

Og gripi þig frændsemi alls þess sem er,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free