- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
24

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við Dýflin.

Ef í lið þitt brestur bráður flótti,

Bittu skó þinn, far að öllu rótt!

Hvert skal flýja? Hvað má nokkur ótti?
Hælislaust og bráðum komin nótt! —

“Til íslands

Eg kemst ekki í kveld,”

Sagði Þorsteinn.

Seytján fóru. Sextán féllu í stríði,
Suð’r í Dýflin eltu bana sinn —

Af komst hann, sá eini, er ekki flýði
Án þess fyrst að binda skóinn sinn —
“Til íslands

Eg kemst ekki í kveld,”

Sagði Þorsteinn.

Þó að depri djarfsýn víga-blinda,

Drenginn þann mun hugstór kannast við:
Sem ei skirrist skóinn sinn að binda
Skammarlaust, þó flýi annað lið —

“Til íslands

Eg kemst ekki í kveld,”

Sagði Þorsteinn.

Til þess lands er drjúgan veg að vinna,
Von þín ung, sem kjölnum stýrði frá.
Komið babb í bátinn allra hinna —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free