- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
25

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bittu skóinn! Hvað mun liggja á?

“Til íslands

Eg kemst ekki í kveld,”

Sagði Þorsteinn.

1918

Ástríður ólafsdóttir Svíakonungs.

I.

Undir gálga Ólafs digra
Óttar svarti í höll var leiddur.

Ekki fór hann feimulega,
Fangaklæddur vel og greiddur.
Undan dökkri skör á skáldi
Skinu augun langa vegi
Sem þau fyrst í mynd hans mættu
Manni, svip þó greindi eigi.

Kóngur bar til Óttars illan
Afbrýðinnar haturs-þunga,
Banasök var kvæðið kunna,
Kveðið fyr um drotning unga.

Fyrir söngsins hug til hennar
Höfuð sitt ’ ann átti að láta.
Hirðin skyldi hlýða á, að
Hegning þessi stæði máta.

II.

Óttar gekk aö hástól hilmis,
Hneigði fyrir drotnum lýða —:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free