- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
27

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ástríði í þulu sinni,

Þá var eins og allir hefðu
Önnur kvennanöfn í minni.

Konur litu allar undan
Óttars kveðskap fyrst, í ranni.
Eftir fyltar fáar vísur
Festu augu á kvæðamanni,
Störðu á hann og léttum lófum
Léku mjúkt við forna bauga.
Var sem blámi bjartra drauma
Brosaði varma úr hverju auga.

IV.

Óttar greip, að augabragði,
Olafs-drápu háttastríðu.

Hún skall o’n í endir ljóðsins,
Eins og bylur fylgdi þíðu.

Hátt yfir allra kolla kvað hann
Konungsminnið, yfir borðum.
Ólafs frægð og frækn’ um salinn
Flaug í gný af hvellum orðum.

Stigu fram í styrku rími
Stoltar-leikir víga-æðis —

Samt var eins og allir sætu
Enn í leiðslu fyrra kvæðis.

Þó ’ann léti hlymja á hjálmum
Hvassa stuðla í efldu versi,
Gleggra létu eftirómar
Eldri vísu — hún var þessi:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free