- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
29

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gneista þann af fingri mínum.”
Dögling leit með dælsku-brosi:
“Drotning Noregs sæmir, herra!
Minna yðar launum launa
Ljóðið um sig, þínu verra.”

VI.

Löngu þeirra hrundu hauga
Huldu margar grænar aldir —

Til eru enn, hjá örfum þeirra,

Eldar sömu í brjóstum faldir.

Eg hef’ séð úr sænskum augum
Sömu stafa hjartaslögin,

Sem að fyrir Ólafs exi
Óttari svarta guldu bauginn.

1918

Hæft í markið.

Lá hún flöt í leyni,

Lörfuð illum dúðum —

Gaus upp gól með súðum.
Grettir henti steini.

Tálknum tók að söngla
Töfrakindin fornurn —

Fóstran allra Öngla,

Elzt er Heimska af nornum.

1918

Stephan G. Stephansson: Andvökur

3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free