- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
32

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem hindranir stígur til hæða, á
Öll hnossin, í skrín það lögð, að fá.

Þó hvílir sá vandi þeim vegbrjót á:

Hann verður að stara o’n í kæra sveit.

Um axlir sér hver, sem til launa leit,

Úr lífsvonum hrapar sá.

Því liggja þar mölbrotin mannabein
í múgum við sérhvern haukastein.

Hinn getur ei ókomnum óveg sint,

Né æðrast og kviðið: eg hæð ei næ!

Sem hnakkanum beitir í hættur æ.

Úr háska ’ann rennur blint,

Og hengiflug gengur, og handbjörg fær
Á hríslu, sem upp af dalnum grær.

II.

En þig get eg frætt, sem munt þangað ná,

Hvað þér geymir kistan, sem læst þar beið —

En þér stendur opin sem eilífð heið:

Munt augnastein spámanns fá,

Og öllu, sem ljósheiðið lífsþörf er,

Þú lyftir á tindinn upp með þér.

Þér fjalldrapinn vitrast, sem uppgangs-ör
Gat ætt fram af ættum, og öld við öld,

Þreytt vaxtar-raun, lengst fram á vetrar-kvöld,
í vor-sólna efirför,

Og þrátt fyrir hrakning og hröp, sem beið,
Komst hlíðina upp á miðja leið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free