- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
34

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og upprisu þarftu aldrei við —

Og ekki að taka þér gröf,

I landinu frammi um fyrirheit

Svo friðuð. Um legstað þinn enginn veit.

1918

“Móðir mín í kví-kví.”

— Etia: íslenzkan í enskum búningi. —

- •

Yfir kvía-sauðfé svona söng á stekknum mjalta-

kona:

“Mig eg illum búning bý —

Boðið er mér í dansinn’!

Vestan-kvía-kjólnum í
Koman þar, er vansinn.”

Upp úr urð sér snarar útburður og svarar, vælu-

orðum anzar því:

“Móðir mín, í kví-kví,

Kvíddu ekki því — Því

Eg skal ljá þér duluna mína, að dansa í, að

dansa í.”

Slíkar búnings-bætur bjóða sér hún lætur, stall-

systur þó stanzi á því —
Gegnir en veit að vansi er í:

“Góð er — að þinnar getu von —

Gjöf, að fósturlaunum!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free