- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
40

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ferða-tjaldið, stangað silki-saumi,
Hirðstjórans var reist, unz félli flóð.

Voldugum tepti veginn
Vötn og stormur ljótur.

Bjarg varð veður-brjótur,
Brekku-öxl þar megin
Varði hvamm að vestan
Vinda austan-taki,

Undir opnu þaki
Úti-skjóla beztan.

Æst og mórauð, milli hóls og tjalds
Miðja brekku sýndist Þverá verja,

Fela vað og fylla götu hverja.

Brýnum ferðum bönn til áframhalds —
Æ var mannhætt yfir Gljúfravað:

Uppi gígar, fossa-hlaup að neðan.
Botnlaust nú, svo bíða varð á meðan
Næturfrostið setti ánni að.

II.

Hlátra og hávært yndi
Huldi tjaldið hvíta.

Helzt var rætt til hlíta:

Hvar í sveitum myndi,

Fyrir fúla þenna
Farartálmann langa,

Vænst til veizlu-fanga,

Víns og fríðra kvenna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free