- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
49

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Sama veiztu, og væri þér, er mér
Vandkvæðið á lífi mínu að halda.

Auk þess væri líf að látnum þér,

Lengsta og þyngsta hefndar-skuld að gjalda.”
Mælti hinn. “Það hæfir fyrir mann,

Hefna þungt, en að sem skemst það sárni.

Eg um fossinn fylgist með þér, Árni,

Út til dóms í dag, með hirðstjórann.”

IV.

Reiðhestarnir róu
Runnið höfðu ei frá þeim,

Bitu barðið hjá þeim —

Beit sig út af drógu
Lesta-hesta hinna:

“Háfeti” og “Valur”.

Skjólin möttu minna —

Melurinn var þó svalur.

Árni leit við: “Eitt eg ekki klíf
Óhvarflandi — finn þar bifun mesta —
Ofurgjaldi er eytt í vonds manns líf:

Að þessi förgun kostar slíka hesta!

Verður aflögð okkar drengja-leið!

O’n af vaði í sporð á Hvirfilbergi,

Sundhlaup fornt, ef sást til okkar hvergi,
Vatnið tært, og austur-álman reið.”

“Vel má, hygg eg, hlýða
Hestur laus sér forði.”

— Andæft var því orði —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free