- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
57

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Búist við: sem smeygjast ætti af
Auðveldlega, svo sem gert það mundi
Til þess yfir öldufalla-kaf
Engir taumar vefðust fyrir sundi —

Vissi Björg, að von sem fyrir brá
Var nú lokið. En í feigðar-móðu
Dánarvitnin horft hún hefði á:

Hesta þessa, sem þar uppi stóðu.

Yfir drektra dysjum
Drúptu á kletta-riði.

Föx og tögl í flysjum,

Fætur undir kviði,

Háls-lengd höfuð fallin,
Hálf-rifað í hvarma —

Eins og steypt í stallinn
Standmynd tjóns og harma.

V.

Lestamenn ið sama höfðu séð:

Svona óvænt skeða björgun hrossa —
Allir þustu Þverá niður með,

Þeystu og runnu í bjarga-hvörf við fossa.

— Gestur hafði, á beði, í Bjargar garð’
Blundað, meðan gerðist þessi saga —
Björgu mæddi mjög, að rjúfa varð
Morgun-drauma Laufeyjar frá Haga.

Skyldi ei fögnuð fylla
Fjandsamlegra greyja,

Henni óvænt, illa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free