- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
60

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jafnótt skína upp skilningur á því
Skorðum-bundna. Hún varð fljót til svara:
“Þú ert, móðir, árrisulust enn,

Aldrei mistir fyrsta sólar-rofið.

Eru komnir okkar ferðamenn?

Af mér hef’ eg góðan morgunn sofið.”

“Þrátt til fóta-ferða
Flýta værðir naumar.

Oft þeim eldri verða
Erfiðari draumar,”

Mælti Björg, “og borgun
Bjásturs-lúans minni.

Mig greip það í morgun,

Meira venju sinni”.

“Þverá hér við rekkju-stokk vorn rann.
Reiðmenn þekta sá eg yf’r um leggja.

Mér úr lest, með háa hirðstjórann,

Hurfu af vaði svanir okkar beggja!

Gat ei dregið, við að vara þig” —

Vöknuð Laufey réð’ í skeðan voða:
“Hrelli-draumum hrygðir þú ei mig!

Heldur ertu druknun þeirra að boða.”

Hermdir háskafeldar
Heyrði ’ún drúpin-hvarma.

Heitir uxu eldar
Ósefaðra harma:

“Angrið eitt að rækja
Eigum nú. í fossinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free