- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
66

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Er Blámaður, Hindúi og Breti á víxl —

En “brakún” í hvað sem að fer hann.

Hann eitt sinn, sem hinir, í hjónaband gekk.

En hæpið þær sakirnar stóðu.

Hjá kunningja sínum hann, fullreyndum, fékl:
Þá frægustu nöldrunar-skjóðu.

En vantrúar-lýðum eg læt á það bent:

— Sem lízt, að um hann sé það skrítið —

Að flest er af guðum við kvonbænir kent,

Þó kvennafar hans spyrjist lítið.

En allur hans búskapur örðugur var.

Hann ungaði á flækinginn krakka.

Og það sögðu allir, hann ynni ekki par
Af öðru, en við Danskinn að makka.

Um vanhirta kosti varð konunni glatt,

Þeir klingdu ’onum sífelt í eyra.

Þó slægðist hún mest til, að segja ’onum satt,

Ef söfnuður kom til að heyra.

Á endanum varð hann svo ákúru-sár,

Og atyrðum stirður að gleyma,

Hann stalst burt í friðinn ið fimtánda ár,

Á föðurleifð óselda heima.

Þér stökkvið ei upp við þann hjónabands hæng.
í hreinskilni tjái eg yður:

Þau skildu í bili að borði og sæng,

Sem bara er höfðingja-siður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free