- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
73

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— En þá, eins og oftar, var hert að ’ans hag,
í harðbýli mannláns og veðra —

Hann reri til hlutar á haf þennan dag,

Sem Höfðinginn kvaddi þar neðra.

Því skammdrjúgar urðu, hans ómaga fans,

Þær afganga-leifar til neyzlu,

Sem brúðurin knýtti í hálsklútinn hans,

Sem hróður-laun síðustu veizlu.

En einrætt var trog hans, og tvær höndur lið
Og trafala andkul úr mekki.

Svo um það, hvort hann komst þá hraðar’ á mið
En Höfðinginn, veit eg nú ekki.

Af erfiðismunum varð afkoman smá —

Á öngulinn gráðugt var bitið,

Því fádæma óður var fiskurinn þá.

En færið drógst alla tíð slitið.

Hann kom svo að aftur, að álíka hag —

Að aflanum þurfti ekki að gera —

Hann grunaði hálfgert, að hreint þennan dag
Á hafsbotni myndi ekki vera.

En að tók að skyggja. í skyndi til legs
Hann skelina dró, upp að hjalli.

Þá rásuðu brunandi rollur hans sex
Fram rifahjarns-gler, upp’í fjalli.

Hann rauk þeim til bjargar. í hættu þar hékk
Öll hjörðin, og kannske var töpuð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free