- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
74

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og áður en komist hann fyrir þær fékk,

Var forustu-ærin þó hröpuð.

Og frjárprýðin var hún og konunnar kind,

Og kenjarnar ei hennar siður —

Og Kolbeinn sá uppkast að einhverri mynd,

Sem eltandi skaut henni niður.

Loks kom hann þeim fimm heim í fjárkofann sinn
Um flug-liálku og kveldseturs blindu — .

Þær létu sem vitlausar, vildu lielzt inn
í vegginn, sem dyrnar ei fyndu.

Það seig nú í Kolbein. Inn kærnar liann fer,
Sem kolþreifa-myrkrin ein buðu.

Og hrópandi fór hann: “Hver fjandinn er hér?”
í frýjun lians vísurnar suðu.

“Þeir kalla mig Gamla! í grenið mig dró
Úr gustinum. Varð hér að una,

Á erindi við þig” — var kveðið í kró —

Og Kolbein fór misjafnt að gruna.

Því honum fanst vofulykt, væmin og heit.

Hvort var þetta höfðinginn? Eða,

Það gat verið einhver úr annari sveit,

Sem erfiljóð bæði ’ann að kveða.

Og loks hafði ’ann falið þar fénaðinn sinn,

Er féll yfir náttmála-sortinn —

Þeim aðkomna brautingja bauð hann svo inn
Á baðstofu-ylinn, og skortinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free