- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
75

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En nú átti ei fengsælum, fólk hans, af sæ
Að fagna, né gesti í boðið!

Því daufleg er heimkoma, í hungraðan bæ,
Og hafa ekki dregið í soðið.

En húsmóður þunglega fjármissan féll:
“Það fór eins og vangæzlan skapar,

Að beita út fénu á flughálku-svell
í fjall, þar sem melrakkinn hrapar.”

“En svo er það alt saman maklegt á mig

— Því mér hef’ eg steypt í þann voða —
Sem tók ekki fjármanninn fram yfir þig,

Á Fjósum — sem stóð mér til boða.”

Þið afsakið skætinginn öll, að eg hygg,

Og eruð því samþykk í hljóði:

Að ekki sé kynlegt þó konan sé stygg,

Ef karlinn er dæmalaus slóði.

Og Xantippu var nærri vorkunn á því,

Sem vasaði búsins að gæta.

En Sókrates hennar svo eyddi því í,

Við Aþenu burgeisa að þræta.

Sem Aristófanes að dómstól ei dró,

Né draslaði upp æsingi nýjum.

En lá upp við súluna sjálfur, og liló,

Að sjá sig þar leikinn í “Skýjum.”

Það komumanns fylgjan, hjá Kolbeini var,
Að konan hans geröi ’ann svo hyskinn —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free