- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
78

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fært er ekki að fyrirtregðast.
Fæ eg þá sem heitum bregðast.

K o 1 b e i n n :
Lesum upp vor lög við skerið.
Langa æfi hef’ eg verið,

Litlum gæðum upp að inna:
Orðheldnina feðra minna.

Og Kolbeinn sá spjátrunginn spretta á dyr,

En spurði ekki hvernig hann færi,

Því hann var nú öryggri á því, en fyr,

Hver aðskota-maðurinn væri!

En konan hans förinni eggjaði af
Sem óþörf, og vonleysu um borgun —

“Frá Draugaskers-álnum er hálfróið haf,”
Kvað hann, “út til fiskjar á morgun.”

K o 1 b e i n n :

Þann skagfirzka ofláta er skorar á mig hér,

— Eða hver

Skrattinn sem hann er —

Eg læt hann ekki, að óreyndu, ögra lengi mér,
Að eiga við sig gamanleik: hvor rím af öðrum

ber.

Eg fer!

Við Kölska. er um að eiga,

Nú ætlar hann mig sér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0082.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free