- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
80

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og út-togið fyrsta í árunum kvað,

Sem ofan í ljóða-liaf þrifi:
í riddara-brynjunni, Englending að,

Hve Ólöf reið fjöruna í Rifi.

Og næst léku stokkarnir stökur við sund,
Um straumbönd ins kjal-tætta löðurs,

Um mannfreka, þrágifta Þórunni á Grund,
í þjóðhetju-týgjum síns föðurs.

Og þá átti Norðurland þrjátíu menn,

Sem þorðu að standa og falla.

Og það lengdi stef fyrir stefninu enn.
í stuðlana reri ’ann þá alla!

En skerið tók við — trylt á svip,

Sem týndra sálna flótta-skip
Þar lægi hvolft, að dómsins dvöl,

Með dauðra svipi reidda um kjöl.

En Kolbeinn festi, og kleif upp þar —

En hvar var hinn til stefnunnar?

Hvar upplaukst honum auðnin blá,
í eyði-kletti, nótt og sjá?

En eins og leiftur, ljósmynd grett
Þá logaði upp úr hörðum klett.

Að eyra Kolbeins andlit skauzt,

Sem ögraði svo með hæðnis-raust.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0084.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free