- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
103

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— Leiður á lengri slórum,

— Landafræðin skilin —

Ingi, í stigum stórum,

Steypti sér í bylinn.

Heim til húsa barði ’ann.

— “Hvað er þetta? Varðan!”

Gönu-hlaupa hryggur,

Hraflaði snjó frá enni.

Þarna teygði “Tryggur”

Trýnið upp úr fenni!

— Nú var stutt við staðið
Stökk, sem náði, í hlaðið.

VIII.

Öll hvelfingin skein yfir Holtasel,

Með himinglöð ljós þessa annars-dags nótt,

Á heiminn í reifum, og hjúpaðan vel
í hvítavoð snjósins, og mildi-rótt.

Og kveldfægður máninn brann aftankyrð í,

Sem altaris-blys, þetta næturlag —

Hann gránar á lofti, sem geislaský,

En gengur ei undir um skemstan dag.

í Seli stóð hátíð, er hurðin var knúð
Og hrundið upp jafnskjótt. En manns-slóð á snæ
Sást, strikuð í auðn hans, við stjörnuljós prúð.

— Hann Steinn var þar kominn frá Efstabæ.

“Og gott er nú,” sagði ’ann, “eg kem ekki í kvöld
Að kofunum auðum — á skíðum, við staf!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free