- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
104

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En, Ingi ætti að taka þess greypileg gjöld,

Að gana svo burt, að eg vissi ekki af.”

“En fyrst að hann bjargaði Friðmundi og sér,

Að fara í þá sálma eg tæplega vil.

Vel gert. Þú ívar frá Holti ert hér!

Og heilsan þín, Björn minn, er alkomin til”!

“Því linunar-vonin er líklegust þá,

Ef léttir að kveldi þeim fár-sjúkur er.

Því nóttin legst, vitaskuld, veikburða á.

Þú við ert að rakna, eg sé það á þér.”

“Hvað líður um ærnar! varð lífsbjörg á þeim?”
Að leysa úr því móðirin dró ei í töf:

“Þær komust af fjórar. Fyrst hann fékk eg heim,
Eg hugsa mér skaðann sem jólagjöf.”

“Að svelta undir hjarni,” kvað Holts-ívar þá,
“Ef hjara þær kunna, um það ber eg önn.

— Hver hengja skal rofin sem Hrjúfagil á,

Frá hungrinu dregið hvert lífsmark úr fönn.”

Skyn-Þúfa.

I.

Skipakoma! Skagfirðingar,
Skip er lagst fyrir Borgarsandi.
Leystir nú frá Norðurlandi,
Náheims-jökla hafbyrðingar —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free