- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
107

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í þessum dúk er dauðablóð
Og drepsóttir, úr feigri þjóð —

Voði í verzlun enn —

Varið ykkur Þúfu-menn!

Segi það til sorgar-varna,

Sé, að hafa í dúkinn þarna,

Táið hrumar, hnýttar mundir,

Hendur visnar kembt og spunnið —
Verkja-sjúkir vefinn unnið —

Stjörnur þessar stirndar undir
St.orknum augum kramar-barna —
Þveginn upp úr þurrum tárum
Þeirra kvenna, er framúr-rakna
Hýstu ei von frá æskuárum,

Alls sem minstu, einkis sakna —
Þæfður af föngum fótasárum. —

Þessi sorta-bliku blá,

Bekk og rönd sem skreyta gljá:

Hún er pent, sem púði á
Pestarmóða hræjum frá.

Sama og ólgar yfir val
Ógröfnum, í sólskins-dal —

Vo er í verzlun enn.

Varið ykkur, varið ykkur! Þúfu-menn.”

Svo varð ekki um það meira —

Öllum þótti spaug að heyra.

II.

Hamborgarinnn hlaðinn,
í höfuðstaðinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0111.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free