- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
113

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Assverus.

Það er ekki ósatt æfintýrið
Um mig, tveggja þúsund ára gamla:

Eg gat ekki Kristi unt með krossinn
Kofa-þilið mitt sig við að styðja.

Eg er sá sem hrindir þeim sem hníga,
Honum líka. Það var ei sá fyrsti.

Eg er jafnt í sögum kappa og klerka
Kyntur, sama lund í hamaskiftum.

Sat með grímu og andlit Ögmunds Floka
Oddi fyrir, bæði á sjó og landi.

Krossinn helga og hálftungl Arabíu
Hengi á stangir yfir val og þýjum.

Aftur og fram frá Faraós pýramíðum
Fótspor mín um kynslóðirnar liggja.

Til að þenja um þjóðlönd eyðisanda
Þrælum fékk eg skorðurnar um Nílá.

Gríp með krumlum heimsku og illra heilla
Hug og sálir, jafnvel góðra manna.

Sérhvert morðvopn, alla heimsins heri
Hef’ eg vígt til glæpa og afturfara.

Dreka Þynar, dauðatól frá Essen,
Dráps-vit manna brýni fram til lieifta.
Hákon Saxa, Hölgabrúði Engla
Herði, að blóta Erlingi til sigurs.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free