- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
115

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Thomsen eitt sinn mætti mér við Jöklu,
Mannleið utar, vofu á eyðisandi.

Grind mín hnýtt og göngusár á fótum
Grunaði hann að myiulu örkuml vættsins
Sem að gæti ei myrt sig — aðeins meitt sig.

Það vóru örin eftir stríð við frelslð —
Innan-rifja stærri þó og dýpri.

Líttu á mig! Þekkirðu ei þennan Gyðing?
Þjóðsöguna, flæking land úr landi —
Sjáðu: eg er afturhaldsins andi!

914

Hleiðra.

I.

Hleiðra stóð í báli og brandi.
Blossaði yfir þjóð og landi
Verstu galdra og grimdar nótt.
Nú vóru ekki hispri huldar
Hrekkvísin og grálund Skuldar.
Fallinn gekk þar óðar’ aftur
Allrar vonzku heljar-kraftur
Níðs og heifta drauga drótt.

Hart var þar aö Hrólfi sótt,
Bezta drengnum illrar aldar.
Augum hans þó væru faldar
Alls hans ríkis raunir kaldar,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free