- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
118

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjandmenn geystu fyrirsettir.

Þetta lét ’ann herinn heyra
Hátt, svo gengi í konungseyra —
Slíkt er ótta-æstra venja,

Öllum vilja saman-grenja.

Hjalti kvað:

“Hvað er að?

Böðvar hvergi að vígi vikinn!

Verst er hættan drottins-svikin.
Hann verð eg úr höll að kalla,

Hann skal með oss standa og falla.”

Upp úr kliðnum kvað hin glögga
Konungsröddin, milli högga:

“Bjarki sinni orku etur
Á þeim stað sem gegnir betur —
Hyggur þú, að Hrólfi líki,

Hjalti prúði! og á þá víki
Ills til getu, að hann svíki
Auðnu vora, sæmd og ríki?

Láttu hann sig einan eiga!

Okkur nema viljir feiga.”

Hjalti engra boða beið.

Beina leið

Þaut á flana-fótum livötu
Fornkunnuga bæjargötu.

Leit samt inn til unnustunnar
Áður en ræki liðsafnaðinn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0122.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free