- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
124

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hafði á vinstri aldavin sinn fallinn,
Skorðaður hræjum, andaði nálykt að sér
Undir fellibyl af kúlugosum.

Upp að setjast, fá að hengja fætur
Fram af sínum eigin grafarbakka,

Einnig honum mattist stundar-miskunn.

*



Manninum fyrsta er leít nú ofanjarðar,
Óvininum, útlendingnum grimma
Andspænis, sem hafði um líf hans setið,
Kannske verið sonarbani sjálfs hans,
Samt gat hann nú kompánlega heilsað
Eins og sveitung’, samfélaga í böli
Sárra rauna, hatramlegra slysa.

*



“Góðan daginn! fyrst þú fékst að lifa,
Félagi, og holl er okkur hvíldin!”

Sagði hann og mælti á hans máli.

Móðurtungan, eins og vinarkveðja
Óvænt heyrð, brá hýru á flóttasvipinn
Hins, er var svo glaðreift ávarpaður.
Jafnvel þessi litla lýzka í rómnum:

Líkt og tungan mælti nti á þekju,

Sem að fylgir sjaldtöluðu máli
Sérstaklega manns á roskins-aldri,

Fanst honum gera orðin innilegri,

Eins og barns, sem streitist við, að mæla
Orðaskil hins eldri manns sem skýrast.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0128.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free