- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
126

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Til að láta líf og sonu mína.

Líklega átt þú föðurhús að verja?”

*



“Föðurhús, nei, eg er borgar-búi!

Bara markaðs-vara þeirra herra
Sem að ráða verkastund og verði,
Vinnugögn og bæjar-rumið eiga —

Þú hefir, faðir, flanað út í stríðið
Fyrir það að land þitt er svo herskátt,
Enginn sem að siðar það til friðar,

Sem hjá okkur. Þjóðin vor á marga
Friðsemjendur, sem að hafa bæði
Sungið honum lof og gjöfum ausið.”

*



“Hér er eg ei vegna þess oss vanti
Vanefnd friðarlæti, ykkur fremur.

Oss, sem vórum forsprakkarnir fyrstu
Friðarverðlaun Nóbels karls að hreppa.
Skutum þó, sem þjóf, í fyrstu hviðu
Þann, sem reyndi að stilla nú til friðar.
Auðmenn vorir orðstírsmiklu af gulli —
En engu frægra — ruku til í elli
Hatta sína að hengja á alheims-friðinn
Hrúgu-fulla af skuldabréfum lýðsins,
Hrósverð mannúð helzt svo kynni að verja
Heitin þeirra fyrir snöggri gleymsku.

Nú þeir hafa skift um sveif og segja
Sjálfsagt þetta stríð, og ætli að hjálpa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0130.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free