- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
129

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hitt kann vera, að í þínu landi
Heilög kirkja og öflug, svo sem okkar,
Altarisklæðin beri þar á vopnin.”

“Nei, hún leysir nú úr óefninu
Nauða-líkt og ykkar. Vígðir henni
Hirðirar og feður kristna flokksins
Fallið hafa, sjálfir undir vopnum.

Jafnvel helgust hátign vor í landi,

Höfuð lýðs og guðsríkis á jörðu
Kvað hafa borið fyrir fylking sinni
Frægstu skurðgoð okkar sönnu kirkju,
Knéfallandi herdeild þá úr hlaði
Hátíðlega þannig vígði Óðni.

Annars kváðu gamlir guðleysingjar
Gerast aftur sóknarbörn og trúa,

Kirkjur fyllast afturhvarfsins öldu,

Áður tómar. Siðabót í vændum.

Berst þú kannske við oss svona í von um
Viðréttingu fornu guðhræðslunnar?”



“Kirkjan okkar vígt hefir til víga
Vopn mín, eins og hinna. Mig samt ekki,
Fárátt hróp um afturhvarf og iðrun
Ærir mig ei. Til hvers myndi, að flýja
Bróðerni og friðsemd meðal manna
Meinbægðu, á náðir fornra venja,

Trúar, sem í tvær þúsundir alda
Tekist hefir siðabótin okkar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free