- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
134

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Svo var það, einn daginn við að dysja
Dauðan valinn, svipað eins og núna,

Sama spurn við oss var endurtekin.
Orðvart skinn er herlæknirinn okkar,
Samt er björg og böndin hans um sárin
Betri en mælskan hans. En upp úr þurru
Þarna fékk hann þetta sinni málið:

Þið getið, sagði hann, tekið ykkur reku!
Fyrst þið viljið eitthvað hjálpa okkur,
Ofurlítið ræstið til af þessu
Pestarketi. Við höfum ekki við því,

Við erum þreyttir. — Hve þeir voru fljótir
Þá að kveðja og fara. Framar ekki
Flokkinn sama vissi eg koma hingað.

En eg hygg, að ef þú vissir, faðir,

Önn sem berum fyrir vorum sáru
Dást þú myndir: hvernig ofurefli
Að við fáu gátum móti staðið.

Hreystin þeirra er minna mark, sem vita,
Mergðin sín að eigi vísan sigur.”

*



“Sigur! vinur, mér er sama um sigra!
Sigur ríkja er fall á næstu grösum.

Sigruð þjóð, sem lofað er að lifa,

Lifir til að hefna — því að valdið

Fellur æ á sínum eigin sigrum

Samt að lokum. Þeir eru hefndargjafir.

Róm sér eyddi í að sigra heiminn,
Einvalarnir hennar vóru fallnir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free