- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
136

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eg lief’ verið sjálfur einu sinni
Særður græddur, legið dauða-þjáður
Undir hönd, sem hjúkraði í mig lífi.

Heilsu minni fagnaði eg aftur,

Leiddi hug frá hvað svo við mér tæki.

Hverft varð mér þó við það allra síðast,
Daginn sama sem þeir ný-framgenginn
Sendu mig á blöðvöll þennan aftur:

Sárum manni, eins og eg var áður,

O’n í bólið mitt var þegar holað,
Hálf-dauðum af þjáning svo hann þagði —
Þig skal eg á nokkrum vikum hafa
Bæklað upp! kvað læknirinn hans. Lítt’ á!
Lagsmann þennan, jafngóður sem áður, —
Benti á mig — sá skolli fyrir skemstu
Skrámu hafði, eins og þú. Á förum
Aftur, græddur heilbrigður, til hersins. —
Hressa vildi ’ann sjúklinginn á þessu.

Það var sem alt fjör og fát ins veika
Funaði upp: “Nei, aldrei, aldrei, bófi!
Heyrðu það! mig lækna skalt, að líða!

Lifa upp aftur pínsli mín í valnum,

Dægrin þrjú, af þorsta-bruna og verkjum,
Því að eg skal deyja undir þínum
Höndum fyr, hvern hrekk sem þú vilt reyna,
Held’r en lenda í kvalastað þeim aftur.”

Mér varð bylt, svo mér gekk næst, að hugsa
Mína hagi. Stökk burt til að forðast
Það. Sá maður, auðvitað, var óður —

Enn mig hryllir hvílíkt vit hann sagði!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free