- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
139

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Seld er upp og út úr sínu landi
Einvalds dutlung sjálfra harðstjóranna.”

*



“Við höfum, faðir, fundið þetta líka —
Fúsir eru ei banda-liðar vorir
Til að verja okkur, útlendinga, —

Eins og von er — jafnvel þó svo mæli,

Er sem skorti eldmóðinn og röggið
Átthagans, þá fyrir hann er barist.

Hvað sem sagt er: sjáum viö og finnum,
Samúð þeirra er dregin út með krókum.

En oss skilst: að okkar-megin standi
Undir vopnum, neydd til þess að verjast,
Gervöll mannheims menning, sem á jörðu
Muni komin hæst og vera frjálsust.

Þið hafið sjaldan fetað fyrstu sporin
Fram á leið, til gagnsmunanna helztu
Vorrar frægu uppfundinga aldar.

Óáran og kyrstöð myndi fylgja
Sigri ykkar, farg yfir alla framför,

Farast það sem unnið var. Þið hafið
Hugsað ykkur völd, en síður séð í
Sölurnar, er gripuð nú til vopna.

$

Þér hefir, faðir, sjálfsagt orðið örðugt,
Auga að koma, heima í þínu landi,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0143.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free