- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
149

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Það er satt! En matarlyst eg misti!

Mundi, að þú í fjóra sólarhringa,

Hvíldarlaus og fæðis, varðst að verjast
Vorri sókn. Við skiftumst á með dægrum,
Fengum matarfrið og sleikju stundum.”



“Fyrir mannúðina, beztu þakkir!

Að hún tórir — mest hjá hversdags-mönnum,
Múgnum okkar — hér, í þessum fjandskap,
Eina vonin er. En litlu skiftir
Aðbúðin við mig, því skamt mun eftir.

Ekki þorði eg, sveinn, að sjá þig snæða.
Soltnum úlfi í glorhungruðum maga
Treysti ekki að standast slíka storkun.
Staðráðinn þér ekkert mein að vinna
Mæltist til, eg mætti snúa frá þér.”

“Mál er nú að hefja leikinn aftur,

Lúðrar vorir blása æst til áhlaups!”

*



“Okkar trumbur drynja fyrirstöðu!”

*



“Tak þér vara á vopni mínu, faðir!”
“Velkominn í gröfina til mín, sonur!”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free