- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
160

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Feðra-heimsku hrópleg gjöld
Og heimaland í sárum.

i9ie

Vígahrottinn.

Hugur gjörður hans mun — þá
Hræi í svörðinn éljar —:
Niflheims-vörður, norðan á
Nætur-görðum Heljar.

1916

Sláturtíðin..

Evrópa er sláturhús, þar myrða þeir af móði,

Og mannabúka í spaðtunnurnar brytja í erg og

gríð.

Við trogið situr England, og er að hræra í blóði,
Með öllum sínum kaupmönnum og bæjargötu-lýð.

1916

Þegar eg var ritstjóri.

Með tárin í augum eg aumkvandi stóð
Ef einstaka bófi var flengdur.

Mér versnaði, væri ’ann hengdur,

Og þyngdi svo mikið að þá fékk eg hljóð.
En þegar í manndrápum öldin varð óð

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free