- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
162

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hinzta röðin ritar viö,

Göngu-hrygg úr manna-minni.

Heitmey ung, í hverjum bæ,

Heima veröur meö að sitja
Fingurgull frá sínum sveini,

Sem mun aldrei bónorðs vitja —

Á að bjóða útlendingum
Öndvegin við starf og brauð,

Þau sem standa ein og auð?

Lána dóma á listaþingum?

Frakklands ætt er ennþá heil,

Allri sinni framtíð ræður!

Ekkert getur lógað lífi
Landsins, sem á slíkar mæöur!

Enn úr missi og fátækt, fegri
Fötin sér hún sníða kann
Lofnin franska, og mikla mann.
Rísa úr tjóni tígulegri.

1917

Fjallkonan, til hermannanna sem heim koma.

Mér hrynja tár um kinnar,

mér hrekkur ljóð af vör!

Við heimkomuna ykkar,

úr slíkri mæðuför,

Með skarð í hverjum skildi,

með bróðurblóð á hjör.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free