- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
165

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og eg dró út úr eldi og mökk,

Frá aftni gærdags, blóðug hræ —

Sjálf birtan upp með hrolli hrökk
Við helreið kúlna um morgunblæ.

Og sól, að veröld bræði og böls,

Sem blóðrautt auga úr firnum stelst —
“Til særðra og feigra! og fram til kvölds!”
ó, friðarguð, þér dvelst! þér dvelst!

1913

Undanþágan.

— Vikií vi« úr ensku. —

Hver einstakur segir fyrir sig......

“Komið heilir, og hýðið
Út í herinn og stríðið,

Hvert einasta mannsbarn, á stað eða stig.
Takið kvenmenn og karla :,:

Takið einn, takið alla, :,:

Takið mág minn og móður,

Mína systur og bróður,

Takið börn mín og konu,

Þið stríðsgarpar góðu!
En í guðsbænum takið ei mig!”

1918

Orustan við “Yankee-Bluff”.

Bandaríkin bryddu á því,
Bylurinn frá sér yrði “rough” —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0169.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free