- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
168

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ameríka — Debs skal kveða
Inn í tímann vilja og von —

Enn er sú ei yfirgefin,

Er á skálmökl hróka og peða,

Á svo hugum-háan son.

1918

Jóla-erindi.

Friðarboðun, fagur-sungnu jól–—

Fölsku hljómar–-Tungur vorar stama

Mitt í söngnum! hljóðs og hjarta-lama.

Eins og deprar hnetti hröpuð sól.
Jóla-fögnuð’ Friðarhöfðingjans,

Fylgdi ætíð harmaröddin sama:

Vofa kringum vöggu-minning hans,
Ungbörn myrt og mæðra-kvein’í Rama.

Tilverknaðs, í trausti keisarans:
Trésmiðssonar jólaminning nýtur.
Heimurinn í hörmum sínum lýtur

Hjarta-láni þessa mæðumanns––

Við, með vöggu aðrahvora auða,

Ófrjáls guðsþjóð, höfum vilst og strítt.
Þessum sömu Heródesum hlýtt!
Bandamönnum drepsóttar og dauða.

Og á flótta, friðar góðviljann
Flæmdum við, að boði landstjóranna,
Sakamann. í auðnir Egyftanna,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free