- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
171

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Glæðir ei vígmóð í veilhuga lýð,
Vandræða-gripinn að hafa til sýnis.

Rifjar upp kafla úr sögu sín sjálfs
Samt, milli þagna og vitfirrings-kasta,
Rekur þá sundur, til heils eða hálfs —
Heldur sér löngum við efnið það fasta.

Lesari góður! eg leyfi samt þér
Lausn þess: hvað ýkt eða satt muni vera —
íslenzkum bragstuðlum hefi eg hér
Hnýtt því í línur, sem rímarar gera!

I.

“Til orustunnar fyrstu farinn,

Fullnuma og konung-svarinn,

Orðinn hjól í einhvers vilja,
Eiginmarklaust skaut og hlóð,

Geystist fram og grafkyr stóð,

Sneiddur þeirri þörf, að skilja.
Hvatarlaus en heimsku-herkinn —

Hafði staðist loka-próf

Hinzta bekks — en hæsta þó —

Handbragða við manndrápsverkin.

Nú var, upp til enda, kent
Efsta stig í vígament,

Sem snýst öll að einum rökum:
íþróttinni í banatökum,

Þegar eiga í vök að verjast
Vitfirringar, sem að berjast —

Hverjum er nú líka að lá,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free