- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
172

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lærðum svo? þó á sér finni:
Illfylgni í manndáð minni,

Líf og sigur leikur á —

Mér varð eitt til minkunnar:
Miskunnarverk gott var þar
Kent, sem okkur öllum var
Einhvernveginn vandasamast.
Vika-stirzt og gleymsku-tamast.
Það var: ef þú finnur fallinn
Fjandmann þinn, sem hefir velst
Banasár um koll, og kvelst:
Styttu líf hans, sting þú karlinn!
Þarna áttu að hitta ’ann helzt —
í því kunni eg alt í molum,

Oft varð það að handaskolum.”

II.

“Það er að koma að mér æði!

Að þér gæt, og komstu hjá mér.
Kastið eitt er nærri að ná mér.
Sem mér öllum svíði og blæði,
Öllum! Sjáðu á mér hnakkann.
Er ei sæmd að þessum hjálmi,
Dvergasmíð úr dýrum málmi?

Eg á lækna-list að þakk’ ’ann.
Varð í görðum græðaranna,

Glys í hofi vísindanna,
íþrótt þeirra að sýna og sanna.
Sálaður nærri, úr höfuðleysu,
Borinn úr vilpu valhræjanna.
Verður aldrei tölum talin
Tímalengdin sárindanna,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0176.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free