- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
174

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sigurvonlaust sarg og hikan —

— Svo kom uppstigningar-vikan:
Ofanjarðar orlof mitt,

Út í röð á livíldra verði.

— Bar ei und né ör af sverði,

Né að skot mig hefði liitt.

Þó fanst mér, að allur ein
llla gróin und eg væri,

Sem eg dreyra-drefjar bæri
Eftir götu, og brotin bein,

Braut mín, yfir Vígrið valsins,

Velt upp hraun úr gosi fjallsins.
Hvar sem augað eygði, gein
Veggja-rúst með ruddum þökum,
Rytjurnar af akra-flökum,

Hvergi skjól né skepna nein.
Dreginn stóð, á opnu auða
Eyðilands og mannadauða,

Krítaður með línum löngum,

Lás og neðanjarðar-■göngum.

Djúpið þeirra, í díkið víða,

Dæmdu er þar í fjötrum bíða.

Sól og dagur sat á flótta
í súld og reyk, með dauðans ótta.

Um nótt er leit eg — fjarri falinn —
Feigðar-dísir ríða valinn:

Reyks og lita ljóma-glætur,

Leiftra upp frá varðeld nætur
Yfir dölum, velli vogum,

Veröld alla í Surtarlogum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free