- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
176

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Dignar, að etjast út í svaðið,

Özlið gegnum blóðugt spaðið.

Meinin þau á manni eigi
Mæða svo, um fjarska-vegi,

Þar sem langdræg skotvopn skila
Skörum heilum aldurtila.

Þá er Niflhels-list í leiknum,

Loganum og hrannmorðs-reyknum.
Vita, eins og flugur falla
Fjandmenn sína, í öðru landi.

Hópast fram, en hníga alla,

Hulið hvaða fár þeim grandi.

Svo til víga, veigum gladdir,

Vorum fram til áhlaups kvaddir.

Fylktir inn í flokksins æði,

Féllum út í geystri bræði,

Otað steyttum brodd að broddi
Branda vorra, hlið við hlið.

Röð við röð, og mið við mið,

Greip um skefti, auga á oddi.

Hvergi leið að líta við.

Greip mig ofsjón? eins við brá:

Andlit næstu, í röð mér hjá,

Umhverfð virtust öll, að sjá
Afskræmd, trylt og nákald-blá.

Ýgur syrti úr augum dimmum

Eins og skuggi af höggstokk grimmum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free