- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
177

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Var eg í illra anda ríki,

Orðinn sjálfur þeirra líki?

Áfram, áfram! Verri vanda
Værum í, að hopa og riða!

Oss að baki beindar standa
Byssur vorra eigin liða.

Ef á flótta ætti að stranda,

Á oss banaskotum miða.

Við höfum æðis-org upp rekið,
Eitthvað hefir móti tekið.

— Fyrirbúið fjanda-lið
Fylking sinni lýstur við.

— Hverfist alt í blót og bræði,
Banafálm og slysa-grið,
Stangast vilt og varbúið —

— Verið engum slíkt að lá!

Það er stríð: að þjóðir fá
Illra dáða dug og æði.”

IV.

“Hlýðið, piltar, hörfið frá!

— Það er að koma að mér æði!
Upp með vopnin. Sjáið þá
Fjanda, þessa vítis-varga,

Vaða að með heiftar-bræði,
Þjótandi og þúsund-marga!
Uppi stend eg auðum höndum,
Allur stunginn vígabröndum.

— Breddan liorfin! Fá mér, fá,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0181.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free