- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
182

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þetta auga, er við nefnum myrkur,

Augað, sem í allra trúarbragða
ímyndunum, Alskygn Forsjón lieitir.

III.

Geisla einn við höfum höndum tekið,

Frá því auga ófundinnar tölu.

Geislann, sem við óupplýstan látum
Fyrir “x” í stafrófinu standa.

IV.

Geislann, sem að dreifir fögrum fylgsnum,
Inn að skuggum meins og beina-brota.
í hans ljósi liöndin fagra, hvíta,

Teygist að þér eins og svartar griplur.
Fegurð sú, í faðm er vefja þráðir
Verður þar að horfnum hugarburði.
Beinagrindar-hröngl og hnútur blakkar
Á þig stara eins og dauðahrollur.

V.

Hjartans-fegni um friðar-ríki á jörðu,

Rann í hvörf, er hvesti þetta auga
Ljós-sýn inn í lýðinn — Sigur-drambið
Gríndi á himin, holum augnatóftum.

Langir armar, kræktir, beina-berir,

Seildust út í heiminn eftir holdi,

Eftir maurum, möl og ryði þjóða.

Framhjá krossum gengu greypir skuggar,
Beina-naktar, bláar höfuðskeljar,

Riðandi, sem spottið hristi höfuð —

Það var hefndar-hlakkið, yfir falli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free