- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
183

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Andstæðingsins, hans sem miður mátti.
Hvæstu gin, sem varalausar vofur,

Spýttu um tönn, að hrækja yfir hræin —
Þar fór liatrið, yfirsterkt en ósátt.

VI.

Ofan úr lofti steyptist klukkna-kliður.
Mæni-hvolfin dýru dómkirknanna
Kváðu við, og vígðir turnar allir.

VII.

Hátíðdegið efldist niðri–í uppnám

Komu lýðnum, leikgull stríðsnornanna:
Útlent prang með púðurkerlingarnar.

1919

Sigurherrann.

Hann stóð þar, með þyrnikórónuna,

Þrár óleystar, kveðju minninguna
Áformanna, er ekki til hann vanst.

Stóð þar nú — þar næst þú bráðum stendur —

Naglaför í vinnuslitnar hendur

Alls, sem ljós og lækning honum fanst.

Hann stóð einn, við yzta myrkrið svarta,

Og með síðu stungna inn að hjarta —

Stungna blindni sinnar samtíðar.

Hæddur, fyrir hjálpræðin að skilja,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free