- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
186

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eitthvert ég? þá hafa með það fariö,

Allar þessar greftranir og gangur!

Þjóðhöfðingjar lána leifar mínar
Landa milli, st.ööugt, hver hjá öðrum —
Það er að segja: sé eg nokkrar leifar!

Nema þetta nafnleysi — og eyðan,

Hver eg var og livað eg raunar geröi!

Eg hef’ verið jarðaöur í París,

Jarðaður í Lundúnum. — Og ausinn
Moldum, nú í Washington hef’ verið —

Veit ei ennþá livar eg næst verð grafinn —
Líklega er labbið varla úti!

Kóngar hafa húfulausir fetað
Hægt, á eftir líkvagninum mínum,
Herforingjar, Herramenn og Lofðir.

Yfir mig gengið dæmalausar dælur
Drottins þjóna og Biskupa — og orðgnótt
Mærðarríku Ræðuskörunganna,

Þessara, sem bezt tekst upp um ekkert!

Það er líka ein af ástæðunum
Mínum, um aö í mér hafi ei verið
Þráður — nema þessar jarðarfarir!

Af sér reita alla sína krossa,

Ofan á mig, Ráöherrar, og flóknir
Málabræðslu-menn og Stór-hertogar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free