- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
189

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lékst þú yngri fyrir mig.

Mig, sem les úr lækjarniðnum
Lög, og nem hvað þrumar sær,
Gegni forsöng fjallastormsins,
Fingrum sem á vegg minn slær!

II.

Það var nafnlaus, háttlaus hljómur,
Hún sem lék, úr stundar-bið.

Fann eg óðar’, allar mínar
ímyndanir kveða við.

Saman feldi ’ún hreim, og liljóðstaf
Hálfkveðinn, sem með eg geng —
Heyrði eg Áslaug hlæja og kjökra,
Heimis undir slegnum streng:

“Fyr í æsku-drauma dalnum
Dreng eg kyntist, lék við hann,
Hugljúf minn og ertni — eins og
Elfan sem um dalinn rann.

Fanst mér hann í leikjum leiða
Leynt — en gefa upp völdin öll.
Dular-þengill þeirra heima
Þar sem mætast höf og fjöll.

Rann í geig, að utar okkar
Áföngum, hans framtíð lá:

Að á múgsins millivegum
Myndi aldrei fram úr ná.

Stephan G. Stephansson: Andvökur

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0193.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free