- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
194

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ásækir mig einatt síðan,

Óráðin sú gátan duld:

Hverjum teljist hærri hlutinn,
Heimi eða mér, í þeirri skuld!

VI.

Þarna sleit hún sönginn sundur,
Sem við sting af bitrum óm:

“Nú get eg ei leikið lengra,

Leiddi úr strengjum hroll um góm!
Þótti mér, sem í þeim ymdi,

Inst úr fylgsnum hörpunnar,

Andar fornra-býsna brúða:
Brynhildar og Guðrúnar.”

Jafnvæg þeirra, lengi lifa
Ljóðin okkar myndu nú,

Ættum við eins háan huga,

Heilan, fyrir vora trú!

Leik þú, syng þær heiftir héðan!
Harpan þín á til það mál
Sem að fælir vofur víta,

Værðu æðisgenginn Sál:

“Ánægð hafði eg unaðs-gengi
Alt við sonu mína fest —

Sveið mér þó, ef óvart unni eg
Yngri drengnum mínum bezt!

Hæfulaust þó liughvarfl væri —
Hvorugan eg setti hjá —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free